Future Armour - ótrúleg sprey lakkvörn
-
Verð áður
-
3.990 kr
-
Tilboð
-
3.990 kr
-
Verð áður
-
Uppselt
-
Stykkjaverð
-
- Verð áður
- 3.990 kr
- Tilboð
- 3.990 kr
- Verð áður
- Stykkjaverð
Future Armour er hágæða spreybón með þann eiginleika að vera vatns-byggt, sem þýðir að þú getur notað hann á bæði blautt eða þurrt lakk, eða jafnvel í blandarann á háþrýstidælunni þinni.
Eins og nafnið gefur til kynna, þá hefur þessi nano-tækni eina löppina inn í framtíðinni.
Það er hægt að nota hann á allt lakk, plast, hliðarrúður og járnfleti, blauta eða þurra. Engar sjáanlegar leifar eftir notkun. Það er hægt að drýgja Future Armour 1:1 til 1:10 eftir smekk. Hentu þessu í skammtarann á háþrýstidælunni og úðaðu á bílinn, hjólhýsið eða hestakerruna.
Það er einnig mjög endingargott (2-4 mánaða ending á bílum í daglegri notkun), með frábærum árangri. Við mælum samt með því að bónið sé jafnað út með örtrefjaklút því formúlan er mjög sterk. Ef þú gerir það ekki, þá gæti bónið orðið ójafnt á bílnum. Ef þú ert í vandræðum með notkunina á því óblönduðu, prófaðu að drýgja það með vatni og prufa aftur. Það er allt að 10 sinnum sterkara en svipaðar vörur á markaðnum. Virkar einnig sem frábært felgubón.
Eins og fagmaður í bransanum sagði: “núna geturðu varið bílinn fyrir minna en 100 kall, þar sem ég notaði aðeins 20 ml af flöskunni.” Það þýðir að þú getir varið 25 bíla með 500 ml flösku, eða alla bílana í flugstöð Leifs Eiríkssonar með 5 lítra brúsanum. Kannski.
Bíllinn þinn er að kalla á þetta efni.
Án djóks, ef þú hlustar vel þá geturðu heyrt í honum.
Heyrirðu ekki?
Kannski ættirðu að láta kíkja á eyrun þín.
*2017 Auto Express mælti með*
*2018 Auto Express mætli með*
- : 500 ml
- Vörutegund: Unknown Type
- Vörumerki: dodojuiceiceland