20% Kynningarafsláttur ÖLLUM nýjum vörum, dregst af í körfunni (gildir ekki á útsöluvörum)

Hard Candy 30 ml - Hart vax fyrir alla liti

Verð áður
1.990 kr
Tilboð
1.990 kr
Verð áður
Uppselt
Stykkjaverð
 

- +

Hard Candy 30 ml - Hart vax fyrir alla liti

Verð áður
1.990 kr
Tilboð
1.990 kr
Verð áður
Uppselt
Stykkjaverð
 

Eins og Rainforest Rub, liturinn á Hard Candy er hvorki of heitur né of kaldur, svo okkur finnst það frábær valkostur fyrir alla liti. Ásamt því að innihalda T1 carnauba vax, inniheldur það einnig mexíkóskt candelilla vax og er með fremur harða áferð. Það þýðir að það er borið mun jafnar á lakkið, sem gerir það nær ómögulegt að bera of mikið á lakkið.

Útkoman er fullkomin, aftur og aftur. Frábær valkostur fyrir detailing núbba, og fyrsti valkostur fyrir marga fagmenn í bransanum (sem segja að Hard Candy sé besta vaxið sem þeir hafa notað hvað varðar einfaldleika í notkun). Það er einnig mjög hagkæmt. Allar umferðirnar sem þú nærð út úr þessari 250 ml krukku þýða að hver umferð er aðeins örfáar krónur.

Hart vax vs mjúkt vax – Hvort er fyrir þig? Þrátt fyrir að flest bónin okkar hafi staðlaða áferð, þá eru sum bónin harðari eða mýkri en vanalega. Mjúk vöx er einfaldara að bera á með lófanum eða puttunum. Hörð vöx eru oftast fljótari að þorna á bílnum og dollan endist yfirleitt betur, því það er ólíklegra að maður beri of mikið á. Bæði mjúk og hörð vöx innihalda svipað magn af carnauba og býfluguvaxi og virka álíka vel. Þetta ræðst yfirleitt á persónulegri skoðun – það er engin rétt eða röng vax áferð, bara hvort þú fílar betur.