20% Kynningarafsláttur ÖLLUM nýjum vörum, dregst af í körfunni (gildir ekki á útsöluvörum)

Rainforest Rub - mjúkt vax á alla liti

Verð áður
2.190 kr
Tilboð
2.190 kr
Verð áður
Uppselt
Stykkjaverð
 

Size | 30 ml

- +

Rainforest Rub - mjúkt vax á alla liti

Verð áður
2.190 kr
Tilboð
2.190 kr
Verð áður
Uppselt
Stykkjaverð
 

Size

30 ml

Rainforest Rub er fyrsta carnauba vaxið frá Dodo Juice, og örugglega best lyktandi hluturinn á jörðinni.

Þú mátt búast við að ferskar vatnsmelónur skjótist upp í nefið á þér um leið og þú opnar lokið, og svo að þetta dýrindis mjúka vax berist auðveldlega á bílinn, að því gefnu að þú borðir það ekki áður.*

Einum míkrófíber seinna og gljáinn og endingin segir meira en bara lyktin. Keyptu það, berðu það á, buffaðu það af, og sjáðu svo vatnsdropana ef þú trúir okkur ekki!

Vaxlega séð er þetta blanda af T1 carnauba, býfluguvax og candelilla vax og mun veita bílnum 2-3 mánaða vörn. Berið aftur á, eða toppið með spreybóni á þeim tímapunkti.

Frábær valkostur fyrir þá sem eru að byrja að detaila, eru að byrja að nota Dodo Juice eða hreinlega með valkvíða. Þetta bón hentar einnig klassísku lakki mun betur en nýmóðins hybrid bón eða lakkvarnir, svo ekki láta gabast af endingarbetri valmöguleikum. Ef þú bónar bílinn í hverjum mánuði, þá er auðvelt að bera þetta bón á, lyktar unaðslega og perlar fallega af því. Af hverju að leita lengra?

Hart vax vs mjúkt vax - Hvort er fyrir þig? Þrátt fyrir að flest bónin okkar hafi staðlaða áferð, þá eru sum bónin harðari eða mýkri en vanalega. Mjúk vöx er einfaldara að bera á með lófanum eða puttunum. Hörð vöx eru oftast fljótari að þorna á bílnum og dollan endist yfirleitt betur, því það er ólíklegra að maður beri of mikið á. Bæði mjúk og hörð vöx innihalda svipað magn af carnauba og býfluguvaxi og virka álíka vel. Þetta ræðst yfirleitt á persónulegri skoðun - það er engin rétt eða röng vax áferð, bara hvort þú fílar betur.

*Ekki mælt með af lagalegum ástæðum. Lýktar unaðslega, bragðast skringilega.