20% Kynningarafsláttur ÖLLUM nýjum vörum, dregst af í körfunni (gildir ekki á útsöluvörum)

Sour Power - Carnauba bílasápa

Verð áður
3.590 kr
Tilboð
3.590 kr
Verð áður
Uppselt
Stykkjaverð
 

Size | 500ml

- +

Sour Power - Carnauba bílasápa

Verð áður
3.590 kr
Tilboð
3.590 kr
Verð áður
Uppselt
Stykkjaverð
 

Size

500ml

Sour Power er glans-sápan frá Dodo Juice, hönnuð til að skilja eftir mjög þunna carnauba húð eftir þvott (ólíkt Born to be Mild, sem er hönnuð til að einungis þrífa án þess að skilja neitt eftir).

Hinsvegar, ásamt því að bæta við glans og vörn á bílinn, þá inniheldur Sour Power helling af öflugum hreinsi og froðu efnum, sem stuðlar að góðum, sleipum þvotti.

Hún er pH-hlutlaus þannig að hún er mild á vörnina sem er á bílnum nú þegar, þannig að hún tekur ekki bónhúðina þína af, og í raun gerir hana sterkari þökk sé vaxinu sem hún inniheldur.

Hún er einnig mjög þykk (um 3x þykkari en hefðbundnar “hágæða” bílasápur), þannig að þú getur blandað hana 1:600 og samt virkar hún frábærlega.

Athugið að vegna þess að hún inniheldur bónhúð þá mælum við EKKI með að Sour Power sé notuð á framrúðu, nema rúðan sé þrifin eftir á til að hreinsa bónhúðina af (til að koma í veg fyrir mögulega skerðingu útsýnis í rigningu þegar þú notar rúðuþurrkurnar)